Lokaæfing sjúkrahópa

Í dag lagardaginn 25.apríl 2004 var lokaæfing sjúkrahópa haldin í Viðey.

Mæting frá sveitinni var frekar dræm en aðeins tveir tóku þátt í keppninni, þau Ragnar og Edda Björk en Hafdís og Bjössi voru í stjórnunarhlutverkum þarna.
Æfingin sem í raun var keppni byggðist upp á póstum sem gengið var á milli. Keppt var í fjögra manna liðum og því sameinuðum við krafta okkar með björgunarmönnum úr Björgunarsveit Hafnafjarðar þeim Einari Erni og Ágeiri.
Þessir kraftar voru vel nýttir og má sjá farandsbikarinn sem við hlutum í verðlaun inni í setustofu upp í sveit.

—————-
Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir