Vorferð Bíló og Beltó 2004

Dagana 19-23 maí ætla Bíla- og Belta-flokkur að fara ferð á Vatnajökul og er áætlað að skoða austurhluta þessa stærsta jökuls Evrópu.
Ætlunin er að fara af stað frá M-6 á miðvikudagskvöldi kl. 19.30 og halda í Kálfafellsdal þar sem gist verður í tjöldum. Á fimmtudagsmorgni verður síðan lagt af stað upp Skálafellsjökul. Hákarlinn mun taka stefnu á Goðahnjúka en Bílaflokkurinn er með opna áætlun. Hugmyndin er að gista í tjöldum eða bílum. Á laugardeginum er planið að hittast á ný við Humarkló í Heinabergsfjöllumog ljúka jöklaferð um miðjan sunnudag við Jöklasel.
Félagar eru sérstaklega hvattir til þess að koma á eigin bílum (snjóbílum) (38”+).
Með von um fjölmenni á Vatnajökli,

Bíló – með bros á vör.
Beltin bjarga.
Ps. Skráið ykkur á listann!

Nánari upplýsingar gefa Hlynur 893-0336 og Óli 867-3737

Athugið að áður stóð að ferðin væri farin 18. maí en það var rangt. Það er hér með leiðrétt. – Kv. Stebbi

—————-
Höfundur: Stefán P. Magnússon