Allir útkallshópar auk NI og NII hafa fengið úthlutað einum mánuði á ári þar sem hópurinn er ábyrgur fyrir að þrífa húsnæði sveitarinnar. Gert er ráð fyrir að þrifin fari fram milli 10. og 25. hvers mánaðar.Nánari upplýsingar um verklag og röðun á mánuði er að finna á upplýsingatöflu á M6. Það er á ábyrgð stjórnenda í viðkomandi hópum að þrifin séu framkvæmd. Tækjahópar eru ekki í skipulaginu enda sjá þeir um þrif á tækjageymslu alla mánuði ársins.
Janúarmánuður var í umsjón Búðahóps og byrjunin var glæsileg. Eftir þriggja tíma törn var komið annað og betra loft í húsið. Það má sjá myndir frá þrifunum á https://picasaweb.google.com/111364098869959018394/M6Rifinn#
—————-
Texti m. mynd: Skúrað út í lokinn
Höfundur: Haukur Harðarson