Kristinn hættur hjá Landsbjörg

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur tilkynnt stjórn félagsins um uppsögn sína. Hann hefur verið framkvæmdastjóri SL frá því 1. febrúar 2007.
Kristinn lætur af störfum í lok vikunnar en mun sinna einstökum verkefnum fyrir félagið fram yfir miðjan febrúarmánuð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson