Hópstjóranámskeið 27 og 28 febrúar

HSSR stendur fyrir tveggja kvölda hópstjóranámskeiði 27 og 28 febrúar.

Um er að ræða grunnnámskeið í hópstjórn og miðað að þörfum og starfi HSSR. Námskeiðið er ekki það sama og SL er með.

Námskeiðið er opið öllum fullgildum félögum HSSR og eru allir sem hafa áhuga á að vera hópstjórar í aðgerðum hvattir til að mæta.

Skráning er hafin á D4H.

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson

Hópstjóranámskeið 27. og 28. febrúar

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir ferla við útkall, ábyrgð/skyldur hópstjóra, samskipti við svæðis/vettvangsstjórn, aðkoma á slysavettvang o.fl. Námskeiðið er grunnnámskeið í hópstjórn, sniðið að þörfum HSSR og tekur mið af skipulagi sveitarinnar í útköllum. Námskeiðið er ekki samþykkt af SL sem hópstjóranámskeið en félögum er að sjálfsögðu einnig heimilt að sækja námskeið Björgunarskólans.

Námskeiðið er opið öllum fullgildum félögum sem hafa áhuga á hópstjórn jafnt í nútíð sem framtíð. Góður grunnur fyrir verðandi hópstjóra og góð viðbót fyrir núverandi hópstjóra. Um er að ræða tveggja kvölda námskeið 27. og 28. febrúar frá kl. 19.00 til 22.00 bæði kvöldin.
Byggt verður á stuttum fyrirlestrum og æfingum. Skráning er hafin á D4H

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson