Vetrarferð bílahóps

Síðustu helgi fór Bílahópur í árlega vetraræfingaferð. Sex bílahópsmenn renndu á Reyk 2 og 3 upp á Kjöl á föstudagskvöld og gistu þar í Gíslaskála í Svartárbotnum.

bvLaugardaginn var ekið norður eftir og hjakkað í illu færi og lélegu skyggni langleiðina á Hveravelli. Reyndist það hin besta æfing og héldu félagarnir lúnir eftir mokstur í kulda og krapiaftur suður í skálann.

Þá hittu bílahópsmenn fyrir þrjá kappa úr sleðahóp sem renndu út eftir til þeirra í æfingaferð og gistu hjá þeim seinni nóttina. Sunnudaginn gerði svo blíðu mikla og fínt færi svo tekinn var stuttur útúrdúr upp í Skálpanes á leiðinni heim í bæinn.

—————-
Texti m. mynd: Kerlingarfjöll í blíðviðri
Höfundur: Martin Swift