Tryggingasamningur við Sjóvá

Nýlega var var gengið frá endurnýjun á tryggingasamning SL fyrir hönd aðildareininga og Sjóvá. Helstu breytingar í samningnum eru að bótafjárhæðir voru hækkaðar, biðtími eftir bótum styttur úr 12 vikum í 4, en á móti kemur að bótatímabilið sem bætur eru greiddar var stytt. Það er nú 104 vikur sem gera tvö ár.

Búið er að endurnýja yfirlit HSSR yfir tryggingar og er það að finna hér á heimasíðunni í gögnum. Þar koma fram helstu upplýsinar um tryggingar félaga, hvenær þeir eru tryggðir og upphæðir m.v. janúar 2012 og þær viðbótartryggingar sem HSSR kaupir.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson