Mat á snjóflóðahættu og snjóflóðaleit næstu helgi

Næstu helgi þ.e. 6-8 mars verður haldið námskeiðið "Mat á snjóflóðahættu og snjóflóðaleit" í Bláfjöllum. Brottför er kl 19:00 frá M6 á föstudaginn.

Á föstudagskvöldið verður fyrri fyrirlesturinn haldinn. Laugardagurinn fer að mestu í útiæfingar úr efni föstudags fyrirlestrarins og er þátttakendum bent á að vera vel klædd því biðstaða verður þó nokkur. Síðla laugardags verður farið inn í skála og hlustað á seinni fyrirlesturinn. Á sunnudeginu verður síðan farið í verklegar æfingar úr efni laugardags fyrirlestrarins.

Gist veður í Framskálanum í Eldborgargili. Skálinn er dæmigerður skíðaskáli, upphitaður, kojur og dýnur fyrir alla, góð þurk aðstaða, en mælt er með inniskóm.

Matur verður ekki sameiginlegur… en vegna fábrotinnar eldunaraðstöðu verður sameiginlegur matur á laugardagskvöldið þ.e. grillað lambalæri með tilheyrandi. Rukkað verður fyrir matinn.

Það sem þátttakendur þurfa að taka með sér er m.a.: Svefnpoki, klæðnað og búnað til útiveru að vetralagi (lambúshúfan og skíðagleraugun ómissandi), mat, bækurnar fjallamennska og snjóflóðaleit, inniskó, ýli og skóflu (nema þið eru búin að biðja um lánsbúnað), áttavita og blýant.

Á námskeiðið eru skráðir 28 þáttakendur

Fyrirspurnir sendist á nylidar.hssr@gmail.com

—————-
Höfundur: Svava Ólafsdóttir