Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar standa nú vaktir við lokunarpósta á svæðinu þar sem eldgossins í Eyjafjallajökli gætir helst. Lokanir eru við Sunnuhvol, Fiská, Þverá og við Markarfljót. HSSR hefur verið með vakt frá 12 á miðnætti aðfarnótt laugardags og til rúmlega hádegis og síðan aftur á aðfarnótt sunnudags og til hádegis á sunnudag. Konur í Dagrenningu hafa séð um að gefa fólki að borða og sjá um kaffi og veitingar. Þær munu vinna á vöktum alla helgina.
Einnig voru undanfarar kallaðir út vegna öklabrots í Esjuhlíðum um miðjan dag á laugardag. Maðurinn var fluttur á börum niður hlíðar Esjunnar í sjúkrabíl.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson