Banff fjallamyndahátíð

Ísalp stendur að venju fyrir Banff fjallamyndahátíð. Hún verður haldin mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. apríl. Þetta eru sem sagt tvö kvöld og sýndar verða mismunandi myndir hvorn dag.
Sýningarnar verða í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þær stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð á hvort kvöld er 1.000,- kr. fyrir félaga í Ísalp (framvísið félagsskírteini) en 1.200,- kr. fyrir utanfélagsmenn. Ef keyptir eru miðar á bæði kvöldin í einu eru þeir á 1.600,- kr. fyrir félagsmenn og 2.000,- kr. fyrir aðra.Viljum við biðja fólk um að mæta tímanlega svo hægt sé að halda dagskrá. Seinna kvöldið verða úrslit í ljósmyndasamkeppni Ísalp. Nánari upplýsingar um hana má finna í frétt á forsíðu.Í ár er hátíðin haldin í samstarfi við Íslenska Fjallaleiðsögumenn og 66°Norður. Nánari upplýsignar og dagskrá er að finna á heimasíðu Ísalp http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/1074-banff-banff-banff.html

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson