Fjölskylduferð HSSR Sumardaginn fyrsta

Þá er loksins komið að hinni rómuðu ferð HSSR þar sem öllum meðlimum fjölskyldnana sem bíða heima á meða við erum í útköllum og æfingum er boðið í fjallaferð með sveitini. Að venju sér tækjahópur um að koma fólkinu á fjöll og að þessu sinni verður boðið upp á skíða og brettarennsli í nágreni Geitlandsjökuls. Farið verður frá Malarhöfðanum klukkan 08:00 fimmtudaginn 22. apríl og brunað í Borgarfjörðin. Fólk er beðið um að skrá sig á kork sveitarinnar eða láta vita af sér í tölvupósti á netfang sveitarinnar. Þeir sem ætla með eru beðnir um að útvega sér snjóflóðaýli ef það er möguleiki. Allir eru velkomnir með og eru þar engin aldurstakmörk, það eina sem farið er fram á er að fólk sé í góðu skapi og hafi einhvað með sér til að renna sér á, við sjáum svo um restina.

Tækjahópur HSSR

—————-
Texti m. mynd: Úr síðustu fjölskyldferð
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson