Afmælisklifurmótið var haldið á fimmtudag í síðustu viku og tókst með eindæmum vel.
Fimm lið mættu til keppni og var keppt í eftirfarandi greinum.
1) Hafmeyjuklifur, þar sem einn frá hverju lið klifraði vegginn með fætur bundna saman
2) Fermetraklifur, þar sem einn frá hverju liði klifraði vegginn með fætur og hendur bundnar saman á fjóra vegu þannig að úr varð ca. 1x1m
3) Hraðklifur, þar sem tveir frá hverju liði fóru boðklifur upp vegginn
4) Þríamsklifur, þar sem allir þrír voru bundnir saman á höndum (eins og Síams-þríburar) og klifruðu í hnapp
Úrslit urðu eftirfarandi:
1 sæti – 39 stig. Starálfar (41 stig með forgjöf)
2. sæti – 38 stig. Undrabörnin (164 stig með forgjöf)
3. sæti – 33 stig. Lambaspörðin (97 stig með forgjöf)
4. sæti – 32 stig. Rauðu dvergarnir (69 stig með forgjöf)
5. sæti – 30 stig. Undrafararnir (sem rústuðu forgjafarkeppninni með 189 stig)
Skemmtu keppendur og skipuleggjendur sér hið besta enda hópurinn góður.
Sjá nánar á myndasíðu (hlekkur að neðan)…
Verðlaun voru í boði 66°N (glæsilegir bakpokar), Adrenalíngarðsins (allir keppendur fá að fara í hópefli í garðinn í vor), HSSR (borgaramáltíð, kalkpokar, tvistar og fleira klifurglingur) og Klifurhússins (gjafabréf í Klifurhúsið) og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Var rætt um að gera svona “óhefðbundnið” klifurmót að árlegum viðburði enda frábær skemmtun.
Með von um að sjá sem flesta á “hefðbundnu” klifurmóti í lok apríl eða byrjun maí.
Siggi Tommi og Robbi
—————-
Vefslóð: hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=206
Texti m. mynd: Sigurliðið með bakpokana glæsilegu frá 66°N
Höfundur: Sigurður Tómas Þórisson