Læknaæfing og tjaldvígsla

Á miðvikurdaginn var (14.03) kom hið nýja sjúkratjald HSSR til landsins og fékk sveitin það afhent á föstudeginum sömu viku. Um er að ræða tjald frá Trelleborg uppblásanlegt sem er hugsað til nota á sjúkragæslum og í stórslysum sem tekur undir 10 mín að blása upp og gera klárt.

Tjaldið var prófað í húsi, en svo á laugardeginum (17.03) var það svo formlega vígt með viðhöfn á æfingu fyrir læknanema í umsjón sjúkrahópa höfuðborgarsvæðisins og lækna við LHS. Sjá frétt á mbl

Æfingin var haldin í Öskjuhlíð þar sem sett var á svið flugslys með öllu tilheyrandi. Flugslysið sjálft var í hlíðum öskjuhlíðar en þar fór fram frumgreining áður en sjúklingar voru svo fluttir í tjaldið til frekari skoðunar áður en þeir voru svo fluttir niður í hús FBSR þar sem frekari meðferð fór fram áður en sjúklingar voru svo fluttir á spítala. Var æfinginn keyrð tvisvar með góðum árangri og ekki annað að sjá en allir hafi lært mikið af æfingunni. Veðuraðstæður voru ákjósanlegar með sól og blýðu og allt upp í snjóbil og verstu aðstæður. Þessar æfingar eru haldnar á tveggja ára fresti þar sem sjúkrahópar björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu setja upp æfingu og leiðbeina læknanemum, í samvinnu við lækna af LHS, hvernig meðhöndla skal sjúkling og ferlið er á slysavettvangi.

Sjá má myndir á myndavef sveitarinnar

—————-
Vefslóð: mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1259505
Texti m. mynd: Greiningartjald á vettvangi
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson