Námskeið í fyrstu hjálp 2

Helgina 30. október – 1. nóvember verður haldið námskeið í fyrstu hjálp 2 á Malarhöfða fyrir
nýliða 2 og aðra sem eiga það eftir. Kennari að þessu sinni verður Björgvin Herjólfsson frá
Ársæli, en hann kenndi einnig fyrstu hjálp 1 hjá nýliðum 2 í janúar síðastliðnum.

Námskeiðið hefst stundvíslega kl. 20 á föstudagskvöldinu og stendur c.a. fram að kaffi á
sunnudeginum. Þar sem æfingar verða einnig utandyra þarf að mæta klæddur eftir veðri. Þeir
sem hafa hugsað sér að mæta á námskeiðið skrái sig á korkinum fyrir næsta miðvikudag.

Ennþá vantar nokkra sjálfboðaliða til þess að leika sjúklinga og aðstoða á námskeiðinu. Þeir
mega melda sig á vig5@hi.is

F.h. sjúkrahóps Villa og Katrín

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson