Landsæfingu á Reykjanesi lokið.

Alls fóru 34 frá okkur á Landsæfinguna á Reykjanesi í dag. Hóparnir voru þrír; 10 undanfarar, 6 frá fyrstu hjálpar-/viðbragðshóp og 16 frá leitarhóp. Við fórum frá Malarhöfðanum rúmlega 6 í morgun og æfingin hófst síðan um 8 eftir fund með æfingarstjórn. Leitarhópurinn fór í 6 verkefni sem voru af ýmsum toga s.s. leit, sprorrakningar, fluglínuverkefni, fyrsta hjálp. Æfingunni lauk síðan um kl 17, en þá var boðið upp á mat í Hólaskóla sem við þáðum áður en við fórum í bæinn.

Myndir frá æfingunni koma inn á Korkinn næstu daga.

—————-
Texti m. mynd: Að loknu verkefni nr. 30 – viðfangsefnið fundið
Höfundur: Svava Ólafsdóttir