Fréttir frá Ólafi á Filipseyjum

Ólafur Loftsson, meðlimur í HSSR og Íslensku alþjóðasveitinni er nú á Filipseyjum sem hluti af UNDAC teymi Sameinuðu þjóðanna en það skipuleggur aðstoð alþjóðasamfélagsins á skaðasvæðum. Eftirfarandi pistill er frá Ólafi:

Fellibylurinn Lupit (Ramil) hefur sveigt a leið sinni og haldið á braut frá Filipseyjum. Áhrifa hans gætti takmarkað og hefur UNDAC teymið (The United Nations Disaster Assessment and Coordination) sem ég er í, verið að vinna að öðrum verkefnum tengd fyrri fellibyljum. Í gær fórum við vettvangsferð á flóðasvæðin og mátum ástandið þar. Vatnið er farið að minnka, en langt er í að allt komist í samt lag. Talið er að allt að hálft ár geti liðið þar til allt verði komið í eðlilegt horf. Nú ert talið að allt 900 manns hafi látist í flóðunum og að flóðin hafa haft áhrif á tíundu miljón manna.

Verkefni okkar hér nú er fyrst og fremst að aðstoða við gerð áætlana við mat á þörf fyrir neyðaraðstoð í samvinnu við yfirvöld og almannavarnir Filipseyja. Verkefni okkar lýkur þegar fyrsta neyðaraðstoð hefur verið veitt og formleg uppbygging hefst.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson