Um notkun á merktum fatnaði í útköllum

Nýlega er lokið fundi svæðisstjórnar á svæði 1 með formönnum. Góður fundur þar sem aðalefnið var H1N1 en einnig var fjallað um notkun á merktum fatnaði í aðgerðum. Þar kom fram að í einstöku tilvikum hefur björgunarsveitarfólk sem tekur þátt í aðgerðum ekki verið auðkennt á nokkurn hátt.

Því vill stjórn HSSR benda félögum að nota merktan fatnað og ef einstaklingar vilja af einhverjum ástæðum ekki nota hann þá að nota vesti merkt sveitinni. Reyndar er gott að nota þau vesti sem oftast, þau auka sýnileika mjög mikið. Buxur og jakki í dag kosta um 25 þúsund krónur og er fatnaðurinn mikið niðurgreiddur af SL. Til viðbótar greiðir HSSR fatnaðinn niður um helming. Verðið er því komið niður í 13.000, svona eins og ein áfylling á bílinn.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson