Nánari upplýsingar um hjólaferðina um næstu helgi

Þá fer að líða að hjólaferð HSSR. Brottför er klukkan 18:30 föstudaginn 5. september en æskilegt er að þáttakendur séu mættir fyrir klukkan 18:00 því það tekur talsverðan tíma að koma hjólum og farangri fyrir. Fararskjóti okkar verður Reykur 1 en Marteinn Sigurðsson ætlar að sjá um að koma okkur örugglega á milli staða. Reiknum með því að stoppa á leiðnni og fá okkur eitthvað í svanginn. Heimkoma er áætluð rétt fyrir kvöldmat sunnudaginn 7. september. Við gistum í Kerlingarfjöllum á föstudaginn. Á laugardaginn hjólum við norður fyrir Kerlingarfjöll, áleiðis inní Setur. Áður en þangað kemur tökum við skarpa beygju og hjólum suður fyrir fjöllin. Fljótlega verður á vegi okkar áin Kisa. Vaðskór gætu gagnast en tær duga ábyggilega. Þá taka við grófar og svolítið brattar brekkur. Áfram verður haldið inn að skálanum Klakk. Ég geri ráð fyrir því að bíllinn geti komið til móts við okkur, amk inn að Klakki þannig að þeim sem þannig líst á geta fengið sér far með honum það sem eftir er. Stefnan er síðan tekin á Leppinstungur en ég hef haft veður af nokkrum spennandi slóðum sem liggja þangað niður eftir. Næturgisting er í Leppinstungum. Í heild eru þetta uþb. 55 km en rúmlega 40 km inn að Klakki. Á sunnudaginn hjólum við áleiðs niður i byggð en pössum okkur að koma heim laust fyrir kvöldmat. Ég mæli með því að allir séu með dekkin á hjólunum sínum í góðu standi. Fátt er leiðinlegra að rífa dekk þegar enn er langt í áfangastað. Nú eru skráðir: Páll Sveinsson, Ponta, Arngrímur og Guðjón Blöndal, Stefán Páll Magnússon, Geir Gunnarsson, Andrjes Guðmundsson og Þóra Valsdóttir. Þar sem flutningur reiðhjólana er ekki lengur vandamál eru aðrir velkomnir með þó svo að formlegur skráningarfrestur hafi runnið út í kvöld.

—————-
Texti m. mynd: Þessi er búinn að æfa í allt sumar
Höfundur: Eyþór Örn Jónsson