Vetrarvertíð vélsleðahóps hafin.

Þrír ungliðar sleðahóps ásamt einu viðhengi störtuðu vetrarstarfi hópsins í gær.Leiðin lá á Langjökul og til að hafa markmið fengum við það verkefni að mæla inn og lesa af nokkrum afkomumælingastikum Raunvísindastofnunar HÍ á jöklinum.Nokuð greiðlega gekk að komast upp í snjó frá Jaka, nýfallinn 20 cm þykkan hvítan snjó, sem gladdi bensíngjafarfingur sleðamanna. Eftir mælingar á sðurbungum jökulsins og vestan Skriðufells var haldið norður að Þursaborg og austan hennar upp á Péturshorn. Töluverðar sprunguþræðingar eru meðfram borginni og hafa orðið gríðarlega breitingar þarna á síðustu árum. Tveir staðir voru mældir inn á norðurjöklinum og svo tekinn renningur norður á móts við Oddnýarhjúk. Á bakaleiðinni var farið niður í ca. 800 m hæð á miðjum Vestari Hagafellsjökli, síðan vesturyfir syðstu bungu og niður í Jaka.Þá voru með í för tvö beltuð fjórhjól sveitarinnar og fóru þau norður að Þursaborg og svo sömu leið til baka.

—————-
Texti m. mynd: Sleðamenn spá í fjallanöfnin-náttúruna.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson