Kvöldferð fimmtudaginn 4. september

Gengið verður á Helgafell við Hafnarfjörð. Brottför verður frá Malarhöfða 6 kl 19:00 stundvíslega, en einnig er hægt að hitta á hópinn við Kaldársel. Gönguskór og klæði við hæfi, en einnig óvitlaust að taka höfuðljósið með þar sem nú getur verið farið að skyggja á kvöldin. Nýliðar jafnt sem eldri félagar eru hvattir til að mæta – með bros á vör. F.h. nýliðateymis; Gunnar.

—————-
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson