Á stjórnarfundi í lok maí var tekin umræða um einföldun á niðurgreiðslu á fatnaði. Síðustu ár hefur sveitin niðurgreitt mismikið eftir því hvaða föt sé verið að kaupa. Talin var þörf á endurnýjun.
Tilgangur niðurgreiðsla á fatnaði til sveitarfélaga er að hafa sem flesta aðila merkta í útköllum og starfi sveitarinnar. Þetta hefur almennt gengið mjög vel síðustu ár og hafa félagar almennt verið duglegir að nýta sér niðurgreiðslur. Einnig hefur Landsbjörg á síðustu árum aukið mjög úrvalið af merktum fatnaði og ættu í dag allir að finna sér fatnað við hæfi.
Útlistun á þeim fatnaði sem er í boði er að finna á heimasíðu Landsbjargar: http://landsbjorg.is/category.aspx?catID=247
Nýtt fyrirkomulag verður á niðurgreiðslum sveitarinnar, þannig að hér eftir verða Jakkar (ytri skel) niðurgreidd um 15þ kr. Buxur (ytri skel) verða niðurgreiddar um 10þ og softshell jakkar verða niðurgreiddir um 10þ. Allt þetta verður óháð því hvaða framleiðandi verður fyrir valinu.
Til að fá niðurgreiðslu á fatnaði þarf félagi að vera virkur í starfi sveitarinnar og fatnaðurinn þarf að vera merktur einstakling og sveitinni.
—————-
Texti m. mynd: Vel merktir félagar eftir blautan dag á jökli
Höfundur: Kristjón Sverrisson