Ný stjórn HSSR.

Aðalfundur HSSR sem haldinn var í gærkvöldi var vel sóttur. Rúmlega 60 fullgildir félagar sátu fundinn auk nær 20 nýliða af fyrsta og öðru ári.
Nokkrar mannabreytingar urðu á stjórn Hjálparsveitarinnar en þeir eru nú eftirfarandi frá hægri til vinstri:

Haukur Harðarson Sveitarforingi til eins árs. Þetta verður fimmta ár Hauks sem sveitarforingja.
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir. Kosin inn fyrir ári og á ár eftir.
Árni Þór Lárusson. Kosinn inn fyrir ári og á ár eftir.
Stefán Páll Magnússon. Nýr stjórnarliði. Kosinn til tveggja ára.
Kjartan Þór Þorbjörnsson. Kosinn til eins árs.
Örn Guðmundsson. Kosinn til tveggja ára.
Vilborg Gísladóttir. Nýr stjórnarliði. Kosinn til tveggja ára.

Á fundinum skrifuðu einnig fjórir einstaklingar undir eiðstaf sveitarinnar og eru nú fullgildir félagar í HSSR.
Þau eru:
Emil Þorvaldsson.
Katrín Auðunardóttir.
Manuela Magnúsdóttir.
Sveinbjörn Steinþórsson.
Ársskýrslu HSSR fyrir starfsárið 2008-2009 má nálgast hér:
https://www.hssr.is/images/gogn/ALM_1117_2220_25_1.pdf

—————-
Texti m. mynd: Nýkosnir kátir stjórnarliðar.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson

Ný stjórn HSSR

Ágætu félagar,

Eins og ykkur er flestum kunnugt um þá var aðalfundur HSSR s.l. þriðjudag, 25. október. Þar var kosið til stjórnar og er ný stjórn skipuð eftirfarandi aðilum:

Haukur Harðarson, sveitarforingi, nýr inn í stjórn
Örn Guðmundsson, nýr inn í stjórn
María Rúnarsdóttir, ný inn í stjórn
Gunnar Kr. Björgvinsson, nýr inn í stjórn

Áfram sitja:
Guðbjörg Árnadóttir
Benedikt Ingi Tómassson
Einar Þorláksson

Fyrsti formlegi fundur nýrrar stjórnar verður 8. nóvember og mun þá stjórn skipta með sér verkefnum og embættum.

Með kveðju.

Einar Þorláksson

—————-
Höfundur: Einar Þorláksson