Sunnudaginn 29. nóvember verður farin dagsferð yfir Hellisheiði. Gengið verður frá Hveragerði og yfir að Hellisheiðarvirkjun (eða öfugt). Leiðin er um 17 km. löng og mest á fótinn rétt í byrjun en eftir það er hún nokkuð þægileg. Vaðið er yfir nokkrar sprænur á leiðinni þannig að það verður að taka með góða vaðskó.
Heitur lækur er á þessari leið þannig að hægt er að baða sig í náttúrulaug 🙂
Mæting er kl. 9:45 á M6 og brottför verður kl. 10:00.
Best er ef lysthafendur skrái sig með því að senda póst á olijon@gmail.com í síðasta lagi fyrir hádegi á laugardag.
—————-
Texti m. mynd: Áætluð gönguleið.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson