Dagsferð í nýföllnum snjónum

Sex nýliðar (N1+N2) heldu af stað í morgun í dagsferð. Smá hríð var þegar við lögðum af stað en það var bara til að hressa við mannskapinn. Við lögðum af stað upp Sleggjubeinsskarð og gengum yfir í Reykjadal og niður Rjúpnabrekkur. Skemmtileg ganga í nýföllnum snjó sem náði okkur stundum upp í mitti og það var nokkuð um það að fólk stingdist á kaf í snjóinn með mismiklum tilþrifum.

Anna Dagmar og Óli Jón

—————-
Höfundur: Anna Dagmar Arnarsdóttir