Sveitarfundur 15. október 2019, fundarboð

Sveitarfundur október 2019

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 15. október 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar á þessu starfsári.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn. Ef þú ert með erindi sem þú vilt koma á framfæri undir dagskrárliðnum Önnur mál er hægt er að senda tölvupóst á stjorn@hssr.is eða gefa sig á tal við sveitarforingja eða fundarstjóra á fundinum.

Sveitarfundur 29. janúar 2019, fundarboð

Sveitarfundur 29. janúar 2019

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Þegar er vitað að undir liðnum Önnur mál muni samráðshópur tækjahópar kynna nýjar þreifingar í húsnæðismálum sveitarinnar.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn.

Flugeldasalan

Flugeldasala HSSR 2018

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík hefst í dag og opna sölustaðir okkar föstudaginn 28. desember kl. 14. Nánari upplýsingar um opnunartíma og staðsetningu sölustaða eru hér.

Við vekjum sérstaka athygli á nýmæli sem björgunarsveitir bjóða nú um þessi áramót, en það er Rótarskotið sem er góður kostur fyrir alla sem vilja styðja við björgunarsveitirnar í störfum þeirra, hvort sem fólk ætlar sér að kaupa flugelda eða ekki. Hvert Rótarskot gefur af sér tré sem plantað verður í sumar með stuðningi Skógræktarfélags Ísland í nýjum Áramótaskógi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Munið svo eftir öryggisgleraugunum og fylgið leiðbeiningum um notkun flugelda.

Gleðilegt nýtt og farsælt komandi ár!

Sveitarfundur 18. september 2018, fundarboð

sveitarfundur-1809

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 18. september 2018 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Þegar er vitað að undir liðnum Önnur mál muni formaður Hundahóps HSSR kynna starf sitt. Þá mun húsnæðisnefnd kynna nýjar þreifingar í húsnæðismálum sveitarinnar.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn.

Til þeirra sem íhuga nýliðaþjálfun hjá HSSR

Á milli 35-40 gestir mættu á kynningu á nýliðaþjálfun. Fjórir fyrirlesarar upplýstu gesti um flest það sem skiptir máli í tengslum við þjálfunina og fengu svo vel valdar og góðar spurningar úr sal.

Þriðjudaginn 11. september kl. 20 verður fyrsti fundur N1 haldinn að Malarhöfða 6 (M6). Farið verður yfir þann búnað sem nýliðar munu þurfa í þjálfuninni og svo verður spjallað um það sem er framundan. Ef þú vilt hafa samband getur sent okkur póst á nylidar.2018@hssr.is.

Svo verður fyrsta námskeiðið haldið 14.-16. september, en það er Rötun og ferðamennska. Þátttakendur munu njóta þess að vera á Úlfljótsvatni yfir helgina í góðu yfirlæti. Lagt verður af stað frá M6 kl. 18.

40449326_10217472518115077_768984216124784640_o
Þátttakendur í göngunni fimmtudaginn 30. ágúst.

Þessi frétt verður notuð til að miðla upplýsingum til áhugasamra. Fylgist með hér eða á facebook.com/reykur

Kynning á nýliðaþjálfun 2018-20

Á morgun, þriðjdaginn 28. ágúst, verður haldin kynning á nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og hefst hún stundvíslega kl. 20.

Skessuhorn

Farið verður yfir helstu atriði sem tengjast þjálfunarferlinu og spurningum áhugasamra svarað.

Að vera nýliði í björgunarsveit er gefandi og skemmtilegt, enda er verið að vinna að því markmiði að verða fullgildur björgunarmaður sem tekur þátt í fjölbreyttum útköllum allt árið um kring. Í ár ætlum við að leggja ríka áherslu á hæfni í erfiðu og krefjandi umhverfi frá fjöru til fjalla. Þátttakendur verða að vera tilbúnir til þess að leggja á sig mikla vinnu og verja töluverðum tíma á námskeiðum, í þjálfun og á æfingum á eigin vegum.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Aðalfundur 2018

Aðalfundur HSSR 2018 fór fram þriðjudaginn 15. maí sl. þar sem farið var yfir árið og kosið í nýja stjórn.

Ársskýrslu 2017-2018 má finna hér https://bit.ly/2Gsv7gW

Stjórn HSSR starfsárið 2018-19 er þannig skipuð:

Tómas Gíslason, sveitarforingi
Ólafur Jón Jónsson, 1. varasveitarforingi
Íris Mýrdal Kristinsdóttir, 2. varasveitarforingi
Ólafur Loftsson, gjaldkeri
Herdís Schopka, ritari
Alexandra Einarsdóttir, meðstjórnandi
Draupnir Guðmundson, meðstjórnandi

HSSR þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum vel unnin störf

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það gamla

Áramótakveðja HSSR 2017

Félagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka heilshugar viðkynnin á árinu sem er að líða. Við óskum þess að nýtt ár verði öllum heillaríkt og happadrjúgt og að allir geti upplifað nýja hluti í nýjum kringumstæðum og komið heilir heim.

Förum varlega, verum örugg!

Flugeldasala hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Flugeldar 2017

Nú er komið að einum skemmtilegasta tíma ársins þegar við kveðjum það sem er að líða og fögnum því nýja með því að skjóta upp flugeldum eins og Íslendingum einum er lagið. Í ár verðum við með sölustaði á átta mismunandi stöðum:

  • Malarhöfða
  • Spönginni
  • Egilshöll
  • Grafarholti
  • Hraunbæ
  • Fylkis-stúkunni
  • Bílabúð Benna
  • Skjöldungum, Sólheimum 21a

Opnunartíminn er aðeins misjafn eftir stöðum, en þú getur kynnt þér það nánar hér.

Komdu og líttu á úrvalið, þitt framlag skiptir máli!

Nýliðakynning HSSR 5 sept. nk.

21016151_1801567126539582_2788981050655868519_o

Þriðjudaginn 5. september kl. 20:00 verður nýliðakynning á Malarhöfða 6 þar sem dagskrá nýliðaþjálfunar HSSR verður kynnt í máli og myndum. Farið verður yfir þær kröfur sem gerðar eru til þátttakenda sem og þann búnað sem nýliðar þurfa að hafa tiltækan.

Með því að taka þátt í nýliðaþjálfun ert þú að gefa kost á þér í sjálfboðaliðastarfi næstu árin sem felur meðal annars í sér þátttöku í útköllum í alls konar kringumstæðum. Í staðinn færðu ómetanlega reynslu, tekur þátt í góðum félagsskap og lætur gott af þér leiða.

Í stuttu máli: Þjálfun nýliða spannar 20 mánaða tímabil þar sem boðið er upp á námskeið í allri þeirri hæfni sem björgunarfólk þarf að búa yfir. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og mörg námskeiðanna spanna heilar helgar. Inn í þjálfunina er fléttað lengri og styttri gönguferðum þar sem reynir á þátttakendur í margvíslegum kringumstæðum. Að þjálfunartíma afloknum útskrifast þátttakendur sem fullgildir björgunarmenn og fara þá á útkallsskrá HSSR.

Á þjálfunartíma taka nýliðar fullan þátt í fjáröflunarstarfi sveitarinnar sem er samsett úr fjölmörgum viðburðum á tímabilinu.

Allir eru velkomnir á fundinn. Vinsamlega látið áhugasama vita og bjóðið þeim með. Hér er bæklingur sem kynnir þjálfunina ágætlega. Nánari upplýsingar á hssr.is/nylidar.

Aldurslágmark er 18 ár.

Myndir úr nýliðaþjálfun undanfarinna ára: http://bit.ly/2v9c1rt