Sveitarfundur 15. október 2019, fundarboð

Sveitarfundur október 2019

Sveitarfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 15. október 2019 í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 á milli kl. 19 og 22.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla um starfsemi sveitarinnar á þessu starfsári.
4. Starfsáætlun til næsta reglulegs sveitarfundar.
5. Önnur mál.

Allir félagar, fullgildir jafnt sem nýliðar og mjög virkir sem minna virkir, eru velkomnir á fundinn. Ef þú ert með erindi sem þú vilt koma á framfæri undir dagskrárliðnum Önnur mál er hægt er að senda tölvupóst á stjorn@hssr.is eða gefa sig á tal við sveitarforingja eða fundarstjóra á fundinum.