Rústabjörgunarnámskeið

Rústabjörgunarnámskeið verður haldið 19. til 21. janúar. Námskeiðið verður haldið að Gufuskálum á Snæfellsnesi.
Undirbúningskvöld verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 20.00 á Malarhöfða. Þeir sem ætla að mæta á námskeiðið þurfa að mæta þar.

Námskeið sem margir eiga eftir að sækja og stefnir í mikla þátttöku. Vinsamlega skráið þátttöku í netfanginu skrifstofa@hssr.is sem fyrst. Ganga þarf frá húsnæði og mat. Hægt er að nálgast upplýsingar um Gufuskála á landsbjorg.is

—————-
Vefslóð: landsbjorg.is/felagid/gufuskalar/gufuskalar.htm
Höfundur: Haukur Harðarson

Rústabjörgunarnámskeið

Um helgina fór fram rústabjörgunarnámskeið á Gufuskálum. Mættir voru til leiks um 20 manns frá nýliðum 2 sem og hinum nýstofnaða rústabjörgunarflokki. Á föstudaginn þegar við mættum á staðinn var strax haldin æfing. Hún fólst í því að labba og svo skríða blindandi í göngunum með gasgrímur. Laugardagurinn var að mestu fyrirlestrar en haldin æfing um kvöldið. Hópnum var þá skipt í tvo hópa sem reyndu við sitt hvort verkefnið. Þetta var langur dagur og um kl. 21 var æfingunni lokið og var þá haldið í grillið. Á sunnudeginum var svo seinasta æfing þessarar helgar og var hópnum þá aftur skipt í tvo hópa og fékk hvor hópur tvö verkefni. Annað þeirra fólst í því að koma fötu fullri af vatni í gegnum göng, uppí gám og niður úr gámnum aftur án þess að vatn færi uppúr fötunni og tókst það bara furðuvel hjá báðum hópum. Hin æfingin var að brjóta sér leið ofan í lokað rými og leysa verkefni þar.
Þetta var lærdómsríkt og skemmtilegt námskeið.

Myndir eru á myndasíðu

—————-
Texti m. mynd: Skriðið í röri
Höfundur: Marteinn S. Sigurðsson