Fyrsta hjálp í óbyggðum

Fimm fræknir félagar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík lögðu land undir fót í síðustu viku. Að þessu sinni var ferð þeirra heitið á Gufuskála þar sem námskeiðið "Fyrsta hjálp í óbyggðum" (WFR) fór fram.
Fjölmenningarlegt samfélag myndaðist þar sem fjallaleiðsögumenn, nemendur í leiðsöguskólanum og björgunarsveitarfólk frá allri landsbyggðinni komu saman og lærðu um það sem hafa þarf í huga og hvaða reglum þarf að fylgja þegar óhöpp verða í óbyggðum. Námkeiðið samanstóð af frábærum fyrirlestrum og enn betri verklegum æfingum undir handleiðslu reyndra sjúkraflutningamanna sem eiga heiður skilið fyrir þekkingu sína, áhuga og þolinmæði.

Vikan gekk með eindæmum vel og að sjálfsögðu stóðust allir prófin með glæsibrag og voru sveitinni til sóma.

Örvæntið ekki kæru félagar, þið eruð í öruggum höndum ef wúfer (Wilderness First Responder) er með í fjalla-för.

Meðfylgjandi er mynd af fararskjótanum sem vakti töluverða og verðskuldaða athygli á þjóðveginum. Sjúkrabörum var tryggilega komið fyrir á toppnum og þær fylltar af vatnsheldum duffelum og gönguskíðum.

—————-
Texti m. mynd: Unnið að vagúmpökkun.
Höfundur: Sigríður Guðrún Elíasdóttir

Fyrsta hjálp í óbyggðum

Námskeiðið Fyrsta hjálp í óbyggðum verður haldi á tímabilinu 14. til 31. október. Í stað þess að halda námskeiðið í einni lotu verður nú teygt úr því og haldið á lengra tímabili. Mikilvægt námskeið fyrir fólk á útkallsskrá og eru félagar HSSR hvattir til að skrá sig á námskeiðið. Þegar hafa þrír félagar skráð sig.

Markmið og uppsetning. Að gera þátttakendur að vel þjálfaða í fyrstu hjálp Að þau geti brugðist við slysum og veikindum þegar langt er í sérhæfða aðstoð eða ekki er hægt að kalla á hjálp. Mikil áhersla er lögð á að nota lágmarksútbúnað. Lágmarksaldur er 20 ár, um fagnámskeið er að ræða í flokki 3. Fyrirlestrar og skrifleg verkefni fyrir hádegi, sýnikennsla og verklegar æfingar eftir hádegi. 72 klst. á 8 dögum eða 3 helgar (1x fimmtudagskvöld, 3x föstudagskvöld, 3x laugardagur 3x sunnudagur)

Nánari upplýsingar og skráning er á www.landsbjorg.is. Einnig þarf að skila upplýsingum um skráningu á hssr@hssr.is

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Fyrsta hjálp í óbyggðum

Dagana 4.okt til 12 okt. sóttu þrír félagar úr sveitinni námskeiðið Fyrsta hjálp í óbyggðum, sem haldið var á Gufuskálum. Námskeiðið heppnaðist vel og luku allir þátttakendur námskeiðinu með sóma 🙂

—————-
Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir