Flugeldasýning og önnur verkefni

Gengið hefur verið frá að HSSR mun sjá um flugeldasýningu á menningarnótt eins og undanfarinn 10 ár. Sýningin verður í fullri stærð og mun Svava Ólafsdóttir sjá um skipulagningu vegna hennar. Ef þið hafið áhuga á að koma að vinnu vegna sýningarinnar þá hafið samband við Svövu.

Einnig minni ég á önnur fjáröflunarverkefni framundan, þ.e gæslu vegna fótbolta og sjúkragæslu v. Reykjavíkurmaraþons. Ef einhverjir ætla að hlaupa þá er um að gera að safna áheitum fyrir sveitina.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson