Íslenska alþjóðasveitin vinsæl

Fulltrúar USAR-NL Alþjóðarústabjörgunarsveit Hollendinga komu á fund íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA) síðastliðin mánudag. Erindi þeirra var að hitta stjórnendur sveitarinnar þar sem að þeir hafa áhuga á að halda æfingu á æfingarsvæði SL á Gufuskálum, með þátttöku ÍA.

Það er ljóst að í kjölfar útkallsins til Haíti líta kollegar okkar erlendis upp til ÍA og vilja þjálfa með sveitinni. Ekki er nema tæp vika síðan að sendinefnd frá Kínversku jarðskjálftastofnuninni fundaði með ÍA, en stofnunin heldur úti rústabjörgunarsveitunum í Kína ásamt CISAR sem er alþjóðlega rústabjörgunarsveit þeirra Kínverja.

—————-
Texti m. mynd: Hilmar á könnunni
Höfundur: Haukur Harðarson