Klifurkeppni

Þriðjudaginn 14. okt fór klifurkeppni HSSR fram í okkar sívinsæla klifurvegg. Keppnin þótti óvenjuhörð og kom til bráðabana í öllum flokkum. En þannig fóru leikar að Maddi vann einstaklingskeppnina eftir bráðabana við Árna Sig, og liðakeppnina vann lið frá nýliðum I skipað Danna, Elvari og Árna Sig, en þeir unnu Sigga Tomma og Robba í mjög hörðum bráðabana.
Þess má geta að ekkert lið kláraði seinni leiðina, en dómnefnd hélt því ætíð fram að leiðin væri lítið mál. Annað kom svo í ljós þegar fulltrúar dómnefndar reyndu við leiðirnar. Leiðirnar eru enn til staðar og berjast menn nú myrkanna á milli við að reyna að klára að klifra leiðirnar. Búist er við að Robbi og Siggi verið í seinni leiðinni langt fram á vor.

Myndir eru komnar inn á myndasíðuna

—————-
Höfundur: Baldur Gunnarsson