Samæfing í fjallabjörgun
hér.
Samæfing HSSR í fjallabjörgun í umsjón undanfara var haldin 4. apríl. Farið var í Stardal þar sem þrír nýliðar dingluðu í línum fastir í háum þverhníptum kletti. Það þurfti að ná þeim niður og bera í börum niður í bíl. Unnið var í þremur hópum undir leiðsögn Ásdísar, Ottós og Dana Más og tókst að ná öllum þremur niður og koma á börur. Einkar vel heppnuð æfing í blýðskaparveðri með um 30 þátttakendum. Myndir frá æfingunni má skoða