Saman 2006

Helgina 22.-24. september verður dróttskátamótið Saman haldið að Gufuskálum. Megin tilgangur þessa móts er að skapa samstarfsvettvang fyrir björgunarsveitir, dróttskátasveitir, og ungliðasveitir björgunarsveita. Skapa dróttskátum og björgunarsveitarfólki eigið mót þar sem dróttskátar koma saman ásamt björgunarsveitarfólki, kynnast innbyrðis og eiga saman ánægjulega helgi við leik og störf við þeirra hæfi.

Eins og undanfarin ár munu félagar úr HSSR taka þátt við skipulaginu og framkvæmd mótsins. Ef einhver hefur áhuga á því að taka þátt með okkur, getur sá haft samband við undirritaðan á baldug@hi.is eða skrá sig á korknum.

—————-
Texti m. mynd: Frá Saman 2005 í Þórsmörk
Höfundur: Baldur Gunnarsson