Nú í morgun var skrifað undir samning HSSR og Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald gönguleiðakerfis OR á Hengilssvæðinu. Þetta er tíunda árið í röð sem að HSSR sinnir þessu verkefni fyrir OR og hefur samstarfið gefist vel fyrir báða aðila. Þrátt fyrir að samningur hafi ekki verið undirritaður fyrr en í morgun hafa HSSR félagar þó þegar hafið störf á svæðinu. Sumarbyrjunin hefur reyndar verið bæði köld og vætusöm og því viðbúið að verkefnið teygist eitthvað lengra fram á sumarið en undanfarin ár.
Nú er um að gera að sitja um góðu dagana og nýta þá vel á Hengilssvæðinu.