WOW Cyclothon 2013

Þessa dagana fer fram hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon, en þar er hjólað “hringinn” í miðnætursólinni.

HSSR á fjóra fulltrúa í fleiri en einu liði, en þar eru Benedikt Ingi Tómasson, Kjartan Þór Þorbjörnsson, Steinar Þorbjörnsson og Stefán Örn Kristjánsson.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem vinna að mannréttindum barna með því að vera málsvari þeirra, með fræðslustarfi, innlendum og erlendum verkefnum og í gegnum neyðaraðstoð.
Helstu áherslur Barnaheilla er að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

Hægt er að fylgjast með stöðu keppenda á þessari síðu.

Tenglar á áheita og upplýsingasíður liðanna:
BikeCompany
Össur Racing