Landnemamótið 2006 verður haldið næstu helgi (22-25. júní). HSSR hefur séð um sjúkragæslu á landnemamóti skáta síðustu árin og hefur verið leitað til sveitarinnar til þess að sjá um þá gæslu aftur í ár. Eins og áður er mótið haldið í Viðey og er áætlað að um 250 einstaklingar verði þar þegar mest er.
Þetta er skemmtilegt mót og alveg kjörið til þess að hrista upp í fyrstu hjálpinni. Það hefur ávalt skapast mikil stemming hjá þeim sem hafa staðið vaktina og allir haft gaman af því að vera á svæðinu. Ekki er áætlað annað en að það verði eins í ár.
Þessi sjúkragæsla er opin öllum sem hafa áhuga á að mæta bæði fullgildum félögum sem og nýliðum. Þá er það bara hverjir hafa áhuga á að mæta hvort svo sem það er yfir allan tímann eða þá bara hluta. Þeir sem hafa áhuga á að mæta eða vilja vita meira hafið samband við Ragnar í síma 697-3525 eða sendið á ragnarn1@hotmail.com
f.h. sjúkrahóps
Ragnar R
Á meðfylgjandi hlekk má sjá myndir frá síðustu gæslu.
—————-
Vefslóð: hssr.is/adminimages/myndir.asp?flokkur=75
Texti m. mynd: Sjúkragæslan vel merkt.
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson