Skarðsheiði – útkall

Útkall var að kvöldi 20.12. Leitað tveggja manna sem villtust í slæmu veðri í Skarðsheiði undir kvöld. Mennirnir eru báðir fundnir heilir á húfi en annar þeirra var orðinn nokkuð kaldur er hann fannst og var fluttur undir læknishendur. Undanfarar fóru á leitarsvæðið en einnig var sérhæfður leitarhópur og sleðamenn ferðbúnir en í biðstöðu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson