Hjálparsveit skáta Reykjavík var kölluð út kl. 15:35 sunnudaginn 16. janúar vegna fótbrotins göngumanns við Heiðarhorn. Að þessu sinni var útkallið tengt HSSR því sá sem fótbrotnaði var í æfingaferð á vegum HSSR og hluti af 35 manna hóp sem var að ganga endilanga Skarðsheiðina. Þurfti að koma viðkomandi niður á börum og var um nokkurn veg að fara auk þess að lækkun er um 600 metrar. Að hálfu HSSR tóku um 20 félagar þátt auk hluta þeirra sem fyrir voru í fjallinu. Aðgerðinni lauk um 21.30 og voru allir komnir í hús um klukkustund síðar.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson