Það voru 10 vaskir og hýrir sveinar sem lögðu í ferð á Skarðsheiði, nánar tiltekið á Skessuhorn. Hún klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Það er alltaf jafn gaman að ganga á þetta fjall og er hægt að velja nýja leið í hvert skipti sem tekist er á við það. Skessuhornið er eitt af hæstu fjöllum í grennd við höfuðborgarsvæðið og er um 1.000 m. Útsýni af fjallinu er flott en við nutum þess ekki þar sem stóðum í frostmettaðriþoku á toppnum en áhrifin af því að hafa tekið á verða bara því meiri við slíkar aðstæður. Þær voru þannig að ekki var mikið um ís eða snjó í klettum, þeir voru hrímaðir af þunnri ísbrynju sem erfitt reyndist að taki á. Til að ná festu hefði sennilega gamla ráðið að láta ullarvettling frjósa við klettana reynst best. En allt hafðist þetta að lokum og áttu menn og mýs góðan dag.
Myndir á heimasíðunni.
—————-
Texti m. mynd: Umferðateppa á Skarðsheiði
Höfundur: Stefán P. Magnússon