Á sunnudag er fyrirhugað að ganga endilanga Skarðsheiðina og hún gengin frá vestri til austurs frá Efra Skarði, gengið á Rauðahnjúk, Skarðshyrnu, Heiðarhorn, Miðfjall, Lambatunguhnúk og gengið niður Brennifell eða Hestadalsöxl að Draghálsi.
Talsverður fjöldi hefur skráð sig og eru allir félagar hvattir til að mæta enda stórskemmtilegt svæði til að ganga.
Til stendur að senda skrá með gönguleiðinni sem hægt er að opna í MapSource og senda í Garmin GPS tæki. Fólk er hvatt til að nýta sér það og æfa sig að nota "Route" á sínu eigin GPS tæki.
Eftirbátar sjá um þessa ferð.
—————-
Texti m. mynd: Skarðsheiðin endilöng
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson