Klifurmótaröð HSSR

Fimmtudaginn 20. janúar verður annað klifurmót af fjórum haldið í klifurveggnum á M6. Um er að ræða einstaklingskeppni þar sem stig fást fyrir að klifra leiðir eða hluta úr leiðum. Keppt verður bæði í byrjendaflokki og súperflokki (metið af dómurum annars þeir sem hafa klifrað 5.8 leið eða erfiðari).

Óþarfi er að skrá sig sérstaklega á mótið og dugir að mæta bara á fimmtudaginn, mótið hefst klukkan 19:00 og verður þar til fólk nennir ekki að klifra meir (ca. 23:59). Þeir sem vilja horfa á leikinn (tildæmist dómararnir Danni og Ottó :P) gera það og mæta svo bara aftur.

Vegleg verðlaun eru í boði í lok mótaraðarinnar og gilda þá samanlögð stig úr þremur bestu mótunum hjá hverjum og einum.

kveðja,

Daníel og Ottó

—————-
Texti m. mynd: Eins og stendur er þessi í fyrsta sæti..
Höfundur: Ottó Ingi Þórisson