Flugeldagleði

Fyrir þá sem ekki fengu nægju sína á gamlárskvöld bendum við á http://wimp.com/londonfireworks/ þar sem sjá má miðnæturflugeldasýningu í bænum London. Þessi sýning virðist slaga upp í sýningu HSSR og Vodafone á Menningarnótt.

Á laugardagskvöldið 7. janúar verður svo árleg FLUGELDAGLEÐI.
Hátíðin verður að þessu sinni haldin á SJÁVARBARNUM við GRANDAGARÐ ( í þarnæsta húsi við björgunarsveitina Ársæl), hefst kl. 20.30 og stendur til 23.30Einhverjar veitingar verða í boði flugeldanefndar auk lifandi tónlistar.
Undir miðnætti tekur hver sína stefnu eins og honum sínist best.

Allir félagar eru hvattir til að mæta í vinnu á laugardaginni, ef mæting verður góð má gera ráð fyrir að við förum langt með frágang. Gerum ráð fyrir að geta byrjað að raða inn í hús um miðjan mánuð eftir að búið verður að bera á gólf á neðrihæð.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson

Flugeldagleði.

Flugeldagleði, árleg uppskeruhátíð eftir flugeldasölu verður haldin næstkomandi föstudagskvöld í Egilshöll.
Dagskrá:
Kl. 20.00 Bíó
Kl. 22.00 Sakutar og skemmtun í sal
23.30 Rúta niður í bæ

Ef þú ætlar með í bíó þá verðurðu að skrá þig fyrir hádegi á fimmtudag og það gerirðu hér:

http://bit.ly/flugeldagledi-2010

Á sunnudagsmorgun förum við svo í gönguskóna og höldum eftir endilangri Skarðsheiði.
Mæting er á M6 kl. 07.45 og skráning er á korkinum.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson