Óveðursútkall á Reykjavíkursvæðinu

HSSR var kölluð út um 2-leytið aðfararnótt 6.janúar ásamt nokkrum sveitum af höfuðborgarsvæðinu. Talsverð snjókoma var, skafrenningur og ófærð, og margir bílar fastir í úthverfum. Fóru báðir jepparnir út með 3 menn hvor til aðstoðar. Fjölmörg verkefni af ýmsum toga voru leyst, þar til veðri fór að slota. Lauk aðgerðum um 6-leytið. Samtals komu 8 manns að útkallinu.

—————-
Höfundur: Gunnlaugur Briem