Sem fyrr var Massaferð Undanfara farin í kringum Sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni var haldið austur í Öræfi þar sem slegið var upp tjaldbúðum í Skaftafelli og herjað á fjöllin í kring. Þátttakendur voru nær 10 talsins og þar af einn góður gestur frá Ársæli. Verkefni ferðarinnar voru að ýmsum toga og árangurinn prýðilegur m.v. að hann sé mældur í gleði og þreyttum ferðalöngum. Meðal annars var farin könnunarferð um Svínafellsjökulinn, gengið á Kristínartinda, reynt að klifra áhugaverða leið í Hrútfellstindum og barist við veðrið á leiðinni á Hnúkinn en látið í minni pokann fyrir því. Eitt af meginverkefnum ferðarinnar er því ólokið en að ári verður aftur reynt að fara tilbrigði við Sandfellsleiðina á Hnúkinn og skíða svo niður Svínafellsjökulinn með viðkomu við Dyrhamar og Svínakamb.
Nokkrar myndir komnar á myndasíðu.
—————-
Texti m. mynd: Með vindinn í fangið á leið á Hnúkinn
Höfundur: Hálfdán Ágústsson