Sleðahópurinn brá sér í Jökulheima og Veiðivötn um helgina, til að prufa nýju sleðana. Og eru allir ánægðir með þá, og mikill hugur í ungu mönnunum í flokknum.
Og verðum að segja að þetta var mjög fínn túr, við fórum á 4 sleðum, og svo voru fjórhjólin og Reykur 2 með í för líka.
Eitthvað fannst strákunum þó, spennandi að athuga hvað skórnir þeirra væru vatnsheldir, svo að einn sleði og eitt fjórhjól var aðeins, sett í bað í ánni á leið í Veiðivötn. En menn verða líka að vita hvað græjurnar þola. Eða hvað?
Eiríkur ungi (Lárusson) var útnefndur kokkur hópsins eftir að hafa eldað handa okkur dýrindis lambalæri með bökuðum kartöflum og sósu, sem síðbúinn kvöldverð í Jökulheimum. (kl.02 um nóttina).
Snjóalög eru með besta móti viðað við árstíma, en meiri snjór er þó kærkominn.
Á bakaleiðinni fór svo Reykur 2 í smá björgunarleiðangur til að hjálpa 3 jeppum sem voru í vandræðum, á leiðinni úr Veiðivötnum og leystu drengirnir það með sæmd.
—————-
Texti m. mynd: Nýju sleðarnir í Veiðivötnum.
Höfundur: Gunnar Valdimarsson