Ég tók smá renning með Félögum okkar úr FBSR um helgina. Fórum víða um fjallabaksvæðið. Tókum af neðan við brúna við Vatnsfell. Byrjuðum á því að gista á laugardagskvöldið í Jökulheimum með Heldri Fjallamönnum (Alla Ingimars,Valda rakara, Gunna Egils, Gunna Antons, Garðari Briem og fleirum)
Á sunnudagsmorgni var farið yfir í Langasjó, Breiðbak, niður að Sveinstindi og tekið kaffi í skálanum þar. (einn af skemmtilegri fjallaskálum á þessu svæði og vannýttur á veturnar) Þaðan var rennt niður að Tungnaá eftir öllum giljum á svæðinu. Æfðum okkur aðeins í að taka snjóflóðagryfjur og tókum smá ýla æfingu. ÞAÐ ER MIKIL FLÓÐA HÆTTA á þessu svæði. Fórum eftir Tungnaá niður í Glaðheima, inn í Laugar og svo aftur til baka upp í Veiðivötn þar sem að við tókum smá kaffi og athuguðum með húsið okkar. Þaðan var tekin stefnan niður í Vatnsfell.
Hér kemur líka linkur inn á myndir sem að G. Arnar FBSR tók um helgina
http://picasaweb.google.com/gudmundur.arnar
kv Björninn
—————-
Texti m. mynd: Ég er svalur.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson