Spottakvöld á M6

Í gærkvöldi var stór og myndarlegur hópur nýliða á spottakvöldi á M6. Spottakvöldið er skyldunámskeið og undirbúningur fyrir fjallamennskuna en þar er farið í nokkur undirstöðuatriði spottafræðanna.

Það reyndi bæði á líkamlegt atgervi og andlegan styrk á spottakvöldinu, auk þess að vænn skammtur af heilabrotum fylgdi með. Verkefni kvöldsins voru þrenn: Sigið var niður af þaki kaffistofu Bíló og af sigpalli við hlið Weggsins góða, júmm með tilheyrandi átökum og svita, og að lokum ítarleg yfirferð á 4 mikilvægustu hnútunum þar sem enginn slapp í gegn nema að geta bundið hnútana í blindni fyrir aftan bak, undir vökulum og nístandi augum harðstjóranna.

Undanfarar þakka fyrir góða mætingu í gær og skemmtilegt kvöld.

Nokkrar myndir komnar á myndasíðu.

—————-
Texti m. mynd: Vaskur nýliði í syngjandi sigi í weggnum.
Höfundur: Hálfdán Ágústsson