Stöðuskýrsla H1N1

Stöðuskýrsla Landæknis og Ríkislögreglustjóra um H1N1 inflúensufaraldur er kominn inn á vefinn undir almenn gögn. Þar kemur fram að faraldurinn hefur verið á undanhaldi í þessari viku en talið að um 50.000 manns hafi smitast af H1N1 inflúensuveirunni. Við lok viku 45 er talið aðum fimmtíu þúsund manns hafi verið bólusettir. Mikilvægt er að bólusetning haldi áfram af sama krafti. Það mun draga úr útbreiðslunni og stuðla að minni áhrifum af annarri bylgju faraldursins sem gæti komið síðar í vetur eða næsta vetur. Í myndlíkingu má segja að við séum núna í útsoginu af fyrstu bylgjunni og þurfum að nota tímann vel áður en næsta alda nær til okkar og ná þannig að mynda góðavörn. Þann 5. nóvember voru 29 inflúensusjúklingar á Landspítala, þar af 8 á gjörgæslu.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson