Frá því seinnipart á laugardag hefur töluverður fjöldi HSSR félaga komið að rjúpnaskyttuleit á heiðunum norðan Árness og Þjórsárdals. 20 manns tóku þátt í leit aðfaranótt sunnudags og voru síðustu menn að klára leitarsvæði sín um kl. 06.00 eftir allt að 6 tíma leit í norðangarra, 9 stiga frosti og náttmyrkri. 15 félagar tóku þátt í leit í gær, að hluta þeir sömu og um nóttina, eftir lítinn svefn á gólfi og í sætum á Reyk 1 sem hefur verið lánaður sem bækistöð vettvangsstjórnar á Skáldabúðaheiði. Um kl. 07 í morgun hélt svo 15 manna hópur austur en gert er ráð fyrir að leit hefjist að nýju nú í byrtingu.
—————-
Texti m. mynd: Reykur 1 og tjald HSSR á vettvangi.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson