Langjökull-Hveravellir

Jeppamenn og konur úr þremur sveitum af svæði 1 fóru í æfingaferð á Langjökul um síðustu helgi. Ferðin hófs á Föstudegi og þá lá leiðin upp á Hlöðuvelli rétt sunnan Skjaldbreiðs. Með í för var björgunarsveiti Hafnarfjarðar. Ferðin uppeftir gekk mjög vel,snjólaust var næstum alla leið að skálanum. Ekki voru góðar lýsingarnar af skálanum en þó reyndist hann bara ágætur þrátt fyrir enga kyndingu. Næsta dag var haldið í átt að Langjökli. Við hittum HSG menn á línuveginum og fararstjóra ferðarinnar hann Guðmund oft kenndan við súkku. Nú var haldið á jökul sunnan megin og voru aðstæður ágætar á þrátt fyrir dapurt skyggni. Keyrt var norður eftir jökli og niður í Þjófadali og síðan brunað á Hveravelli þar sem funheitur skáli tók á móti okkur með brennheita laug í bakgarðinum. Staðartími á Hveravöllum var 1700 og hægt var að borða mat á réttum tíma en það gerist nú ekki oft í svona ferðum. Grillið tókst mjög vel og má hrósa nillunum þeim Danna og Guðna fyrir það. Eftir mat var farið í laugina og var hún búin að kólna aðeins sem betur fer. Þeir sem voru lengi í lauginni þurftu að bíta í það súra að hlaupa frá lauginni að skála í blindahríð sem var svo ísköld að maður þurfti vikilega að harka það af sér að vera með hausinn uppúr í lauginni. Þegar inn var komið kom þreytan yfir mann og allir sofnuðu fljótt. Næsta dag var skálinn yfirgefinn og haldið aftur upp á jökul. Stefnan var tekin á Fjallkirkju en þar var farið í keppni hver gæti fyrstur komist upp brekkuna að skálanum. Þar fóru Sporar með sigur en HSSR menn voru ekki langt undan. Á meðan þessar æfingar fóru fram versnaði veðrið mikið og skyggni varð ekki neitt. Þá var ekkert annað í stöðunni en að halda hópinn og tendra öll ljós sem bílarnir hafa upp á að bjóða til að bæta sýn og leiddi Baldur hópinn það sem eftir var. Komum niður í Skálpa um 17 þar sem veður var orðið miklu betra. Og þá var ekkert eftir nema að bruna beinst á Stælinn þar sem allir fengu sér eitthvað gott í gogginn.

Góð ferð í alla staði. Myndir á myndasíðu

Daníel Guðmundsson "kúla"

—————-
Texti m. mynd: Sunnudags morgunn.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson